Innlent

Halvorsen vill ræða við íslensk stjórnvöld um aðstoð

MYND/Teitur

Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs, vill ræða við íslensk stjórnvöld um að koma þeim til hjálpar í þeim miklu erfiðleikum sem standi fram fyrir.

Fjallað eru um ástandið á fréttavefnum e24.nk í dag. Þar segir að ríkisstjórn Noregs hafi ekki rætt um ástandið á Íslandi og segir Halvorsen að íslensk stjórnvöld hafi ekki leitað til Norðmanna um aðstoð. „En ef þeir myndu leita til okkar myndum við að sjálfsögðu ræða málið," segir Halvorsen. Fjármálaráðherrann bætir við að staða Íslands sem ríkis sé sterkt en að á landinu sé fjármálakerfi sem sé tíu sinnum stærra en efnahagur ríkisins.

E24 segir einnig frá því að mál Íslands hafi komið til umræðu á norska Stórþinginu í dag þar sem Lars Sponheim, leiðtogi hægriflokksins Venstre í Noregi, sagði að ekki mætti skilja Íslendinga eina eftir á hafinu. Norðmönnum bæri skylda til að styðja Íslendinga. „Við erum með sömu gen, blóðið er þykkara en vatn," sagði Sponheim.

E24 segir frá því að að Geir H. Haarde forsætisráðherra hafi varað við þjóðargjaldþroti í ræðu í gær og að því hafi þurft að grípa til aðgerða. Þá hefðu borist fréttir af því að Rússar myndu lána Íslendingum fjórar milljarða evra til að takast á við ástandið. Sponheim segir að skoða verði hvort Norðmenn geti keypt íslenska banka og vonast til að norska ríkisstjórnin muni ræða málin við þá íslensku.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×