Körfubolti

Bandaríkjamenn hefndu sín á Grikkjum

Kobe Bryant og Chris Bosh voru stigahæstir í bandaríska liðinu
Kobe Bryant og Chris Bosh voru stigahæstir í bandaríska liðinu NordcPhotos/GettyImages

Bandaríska karlalandsliðið í körfubolta kom í dag fram sætum hefndum á liði Grikkja á Ólympíuleikunum í Peking með auðveldum 92-69 sigri í riðlakeppninni. Bandaríkjamenn hafa unnið alla þrjá leiki sína og munu fyrir vikið spila um verðlaun á leikunum.

Gríska liðið skellti því bandaríska í undanúrslitum HM fyrir tveimur árum þegar það hitti úr 63% skota sinna og vann sannfærandi sigur. Varnarleikur NBA stjarnanna var mun betri í þetta skiptið og sóknarleikurinn ekkert slor heldur.

Kobe Bryant og Chris Bosh skoruðu 18 stig hvor fyrir Bandaríkjamenn, Dwyane Wade 17 og LeBron James 13..

Bandaríkjamennirnir voru skrefinu á undan frá byrjun, en breyttu sjö stiga forystu í 19 stiga forystu á síðustu fimm og hálfri mínútu fyrri hálfleiksins og eftir það var niðurstaðan aldrei spurning.

Tölfræði leiksins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×