NBA: Lakers og Orlando áfram - Boston í vanda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2008 09:07 Það var hiti í kolunum í Atlanta í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers og Orlando Magic kláruðu sínar rimmur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Boston tapaði óvænt öðrum leiknum í röð fyrir Atlanta. Atlanta vann Boston, 97-92, þar sem Joe Johnson fór á kostum og skoraði 35 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta. Þar af skoraði hann níu stig í röð í fjórða leikhluta sem Atlanta vann, 32-17. Þarna eigast við liðin sem eru með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Flestir bjuggust því við auðveldum 4-0 eða 4-1 sigri Boston en annað hefur komið á daginn. Næsti leikur er annað kvöld í Boston. Josh Smith var næstur hjá Atlanta með 28 stig og sjö varin skot. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett kom næstur með 20. Orlando vann Toronto, 102-92, og varð síðarnefnda liðið þar með það fyrsta til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Þetta var einnig í fyrsta sinn í tólf ár sem Orlando kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn fyrir Orlando en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast. Þetta var þriðji 20/20 leikurinn hans í rimmunni. Keith Bogans og Jameer Nelson settu báðir niður þrista þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en Orlando tók þá 8-0 sprett sem dugði til að tryggja sigurinn. Nelson kom næstur hjá Orlando með nítján stig en Rashard Lewis var með átján stig og þrettán fráköst. Chris Bosh skoraði sextán stig fyrir Toronto og tók níu fráköst. TJ Ford og Carlos Delfino komu næstir með fjórtán stig. Orlando mætir í annarri umferð annað hvort Detroit eða Philadelphia en staðan er 2-2 í þeirri rimmu. Lakers vann Denver, 107-101, og þar með rimmunna 4-0. Lakers er því eina liðið sem fór taplaust í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Lakers „sópar" liði í úrslitakeppninni síðan það tók New Jersey í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. Marcus Camby setti niður þrist fyrir Denver þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og minnkaði þar með muninn í 103-101. En Pau Gasol svaraði fyrir Lakers með troðslu í kjölfarið og Kobe Bryant kláraði leikinn með tveimur vítaköstum. Kobe skoraði 31 stig í leiknum, þar af fjórtán á síðustu fimm og hálfri mínútunni. Gasol skoraði 21 stig en JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Denver varð í nótt fyrsta liðið sem vann að minnsta kosti 50 leiki á tímabilinu til að verða „sópað" í úrslitakeppninni. Lakers mætir annað hvort Utah eða Houston í næstu umferð en Utah hefur 3-1 forystu í þeirri rimmu. Utah getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Houston í nótt. Leikir næturinnar: 23.00: Detroit - Philadelphia (2-2) 23.00: New Orleans - Dallas (3-1) 01.30: San Antonio - Phoenix (3-1) 01.30: Houston - Utah (1-3) NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
LA Lakers og Orlando Magic kláruðu sínar rimmur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en Boston tapaði óvænt öðrum leiknum í röð fyrir Atlanta. Atlanta vann Boston, 97-92, þar sem Joe Johnson fór á kostum og skoraði 35 stig, þar af 20 í fjórða leikhluta. Þar af skoraði hann níu stig í röð í fjórða leikhluta sem Atlanta vann, 32-17. Þarna eigast við liðin sem eru með besta (Boston) og versta (Atlanta) árangur allra liða í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Flestir bjuggust því við auðveldum 4-0 eða 4-1 sigri Boston en annað hefur komið á daginn. Næsti leikur er annað kvöld í Boston. Josh Smith var næstur hjá Atlanta með 28 stig og sjö varin skot. Ray Allen var stigahæstur hjá Boston með 21 stig og Kevin Garnett kom næstur með 20. Orlando vann Toronto, 102-92, og varð síðarnefnda liðið þar með það fyrsta til að detta úr leik í úrslitakeppninni í ár. Þetta var einnig í fyrsta sinn í tólf ár sem Orlando kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Dwight Howard átti enn einn stórleikinn fyrir Orlando en hann skoraði 21 stig og tók 21 frákast. Þetta var þriðji 20/20 leikurinn hans í rimmunni. Keith Bogans og Jameer Nelson settu báðir niður þrista þegar rúmar þrjár mínútur voru til leiksloka en Orlando tók þá 8-0 sprett sem dugði til að tryggja sigurinn. Nelson kom næstur hjá Orlando með nítján stig en Rashard Lewis var með átján stig og þrettán fráköst. Chris Bosh skoraði sextán stig fyrir Toronto og tók níu fráköst. TJ Ford og Carlos Delfino komu næstir með fjórtán stig. Orlando mætir í annarri umferð annað hvort Detroit eða Philadelphia en staðan er 2-2 í þeirri rimmu. Lakers vann Denver, 107-101, og þar með rimmunna 4-0. Lakers er því eina liðið sem fór taplaust í gegnum fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Lakers „sópar" liði í úrslitakeppninni síðan það tók New Jersey í úrslitum NBA-deildarinnar árið 2002. Marcus Camby setti niður þrist fyrir Denver þegar 33 sekúndur voru eftir af leiknum og minnkaði þar með muninn í 103-101. En Pau Gasol svaraði fyrir Lakers með troðslu í kjölfarið og Kobe Bryant kláraði leikinn með tveimur vítaköstum. Kobe skoraði 31 stig í leiknum, þar af fjórtán á síðustu fimm og hálfri mínútunni. Gasol skoraði 21 stig en JR Smith var stigahæstur hjá Denver með 26 stig. Denver varð í nótt fyrsta liðið sem vann að minnsta kosti 50 leiki á tímabilinu til að verða „sópað" í úrslitakeppninni. Lakers mætir annað hvort Utah eða Houston í næstu umferð en Utah hefur 3-1 forystu í þeirri rimmu. Utah getur tryggt sér sæti í næstu umferð með sigri í Houston í nótt. Leikir næturinnar: 23.00: Detroit - Philadelphia (2-2) 23.00: New Orleans - Dallas (3-1) 01.30: San Antonio - Phoenix (3-1) 01.30: Houston - Utah (1-3)
NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira