Erlent

Fornt timburhótel í Noregi brann

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Töluvert tjón varð í nótt þegar hótel frá 1864 brann í bænum Voss í Hörðalandi í Noregi.

Slökkviliði barst tilkynning um eldinn á tólfta tímanum í gærkvöldi og hófst þegar handa við að rýma hótelið en á því dvöldu 82 gestir auk fimm starfsmanna þegar eldurinn kom upp. Slökkvistarf gekk greiðlega þótt ekki tækist að slökkva eldinn fyrr en um fimmleytið í morgun en mikill eldsmatur var í byggingunni sem er öll úr timbri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×