Erlent

Danskar konur sólgnar í klám

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Danskar konur kaupa og horfa á klámefni í stórauknum mæli. Þessu halda klámbúðaeigendur þar í landi fram og hafa reiknað út að konur og pör kaupi fjórðung þess klámefnis sem þeir selja.

Þetta virðist koma heim og saman við doktorsritgerð sálfræðingsins Gert Martin Hald síðan í fyrra en niðurstaðan þar var meðal annars sú að helmingur 372 aðspurðra kvenna játuðu að hafa horft á klám síðasta árið. Samkvæmt öðrum rannsóknum er klám einnig það efni sem Danir sækja sér í langmestum mæli á Netið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×