Erlent

Danska lögreglan umkringir bandaríska sendiráðið

Óli Tynes skrifar
Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn.
Bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn. MYND/Brian Bergmann

Götum hefur verið lokað umhverfis bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn eftir að grunsamlegur maður var handtekinn þar.

Sprengjusveit hersins hefur verið kölluð á vettvang og sömuleiðis slökkvilið.

Talsmaður lögreglunnar segir að maður nokkur hafi sýnt af sér mjög grunsamlega hegðan við sendiráðið. Hann hafi verið handtekinn og verið sé að kanna allt nágrennið.

Bandaríska sendiráðið er strangt vaktað og öryggismyndavélar út um allt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×