Viðskipti erlent

Wayne Rooney og fleiri stjörnur tapa stórt á Landsbankanum

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United og fleiri þekktar breska fótboltastjörnur munu tapa stórt á hruni Landsbankans. Alls er um 3,4 milljarða kr. að ræða og er tapið tilkomið vegna fjármögunnar Heritable bankans á háhýsi í London.

The Times greinir frá þessu í dag en auk Rooney eru fótboltastjörnurnar Richard Dunne hjá Manchester City og Jack Rodwell hjá Everton nefndir til sögunnar. Þeir, eða félög sem annast fjármál þeirra, áttu allir hlut í félaginu Formation Group.

Formation Group er að byggja 22 hæða háhýsi fyrir ofan Aldgate East járnbrautastöðina í London. Verkið var að mestu fjármagnað af Heritable sem lagði til 93 milljónir punda lán eða sem svarar tæpum 30 milljörðum kr..

Byggingin er hálfnuð, það er búið að byggja 11 af 22 hæðunum, en búið er að stöðva framkvæmdir. Háhýsið átti að verða blanda af verslunum, skrifstofum og íbúðum.

Neil Rodford forstjóri Formation Group segir að félagið horfi fram á 3,4 milljarða kr. tap að hámarki vegna ábyrgða á lánum. Auk þess mun stöðvun framkvæmda hafa neikvæð áhrif á verkið í heild.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×