Viðskipti erlent

Royal Unibrew dregur verulega úr væntingum um hagnað

Næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, Royal Unibrew, hafa dregið verulega úr væntingum sínum um hagnað á árinu. Nú gerir Royal Unibrew ráð fyrir hagnaði upp á 1,3 til 1,6 milljarða kr. í stað allt að 4,5 milljarða kr. áður.

Stoðir eru einn stærsti hluthafinn í Royal Unibrew með 25% hlut. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að velta fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins hafi aukist um 11% miðað við sama tímabil í fyrra. Hinsvegar hafi orðið mikill samdráttur í rekstrarhagnaðinum. Minnkaði hann um tæplega 800 milljónir kr. milli áranna.

Í yfirliti yfir reksturinn á þriðja ársfjórðung segir m.a. að dregið hafi úr hagnaðinum á öllum markaðsvæðum félagsins. Þar af hafi Pólland valdið hvað mestum vonbrigðum. Önnur markaðssvæði Unibrew eru Ítalía, Lettland, Karabíska hafið auk Danmerkur.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×