NBA í nótt: Miami á góðri siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2008 09:15 Dwyane Wade fór mikinn með Miami. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili. Miami vantar nú aðeins fimm sigra í viðbót til að jafna árangur síðasta tímabils. En liðið hefur nú unnið fleiri leiki en það hefur tapað. Dwyane Wade hefur farið mikinn hjá Miami og hann spilaði með í nótt þó svo að hann hafi verið með hausverk. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var með fimm stoðsendingar. Leikurinn í nótt var sá síðasti af fimm útileikjum liðsins í röð en alls vann Miami þrjá af þessum fimm leikjum. Það voru reyndar margir lykilmenn fjarverandi í liði Utah vegna meiðsla, þeir Carlos Boozer, Andrei Kirilenko og Matt Harpring. Paul Millsap var stigahæstir leikmaður Utah með 20 stig og þrettán fráköst. Boston vann Indiana, 114-96, og sá til þess að síðarnefnda liðið myndi ekki vinna annað stórliðið í röð. Í gær vann Indiana sigur á LA Lakers. Rajon Ronda náði sér í sína fyrstu þreföldu tvennu er hann skoraði sextán stig, tók þrettán fráköst og gaf sautján stoðsendingar. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 26 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Þetta var tíundi sigur Boston í röð. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 20 stig en Troy Murphy var með tíu stig og tíu fráköst. Cleveland vann New York, 118-82. LeBron James skoraði 21 stig og hvíldi sig svo síðari hluta leiksins. Þetta var fjórtándi sigur liðsins af síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið hefur nú unnið alla tíu leiki sína til þessa á heimavelli sem er félagsmet. LA Lakers vann Philadelphia, 114-102. Kobe Bryant, sem ólst upp í Philadelphia, skoraði 32 stig í leiknum. New Orleans vann Phoenix, 104-91. Chris Paul var með 24 stig og fimmtán fráköst en margir fastamenn voru fjarverandi í liði Phoenix. Atlanta vann Memphis, 105-95. Joe Johnson var með 26 stig og Mike Bibby 20 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Orlando vann Minnesota, 100-89. Dwight Howard var með 23 stig og fjórtán fráköst og Rashard Lewis bætti við 23 stigum fyrir Orlando. Charlotte vann Oklahoma, 103-97. Emeka Okafur var með 25 stig og þrettán fráköst fyrir Charlotte. Portland vann Washington, 98-92, þar sem Brandon Roy fór mikinn á síðustu átta mínútum leiksins er hann skoraði tólf af sínum 22 stigum í leiknum. Portland hefur þar með unnið sex leiki í röð. Houston vann Clippers, 103-96. Yao Ming var með 24 stig fyrir Houston og Rafer Alston setti niður þrjá þrista í leiknum. Milwaukee vann Chicago, 97-90. Charlie Villanueva skoraði 23 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Dan Gudzuric bætti við ellefu stigum og tók fjórtán fráköst. NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili. Miami vantar nú aðeins fimm sigra í viðbót til að jafna árangur síðasta tímabils. En liðið hefur nú unnið fleiri leiki en það hefur tapað. Dwyane Wade hefur farið mikinn hjá Miami og hann spilaði með í nótt þó svo að hann hafi verið með hausverk. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var með fimm stoðsendingar. Leikurinn í nótt var sá síðasti af fimm útileikjum liðsins í röð en alls vann Miami þrjá af þessum fimm leikjum. Það voru reyndar margir lykilmenn fjarverandi í liði Utah vegna meiðsla, þeir Carlos Boozer, Andrei Kirilenko og Matt Harpring. Paul Millsap var stigahæstir leikmaður Utah með 20 stig og þrettán fráköst. Boston vann Indiana, 114-96, og sá til þess að síðarnefnda liðið myndi ekki vinna annað stórliðið í röð. Í gær vann Indiana sigur á LA Lakers. Rajon Ronda náði sér í sína fyrstu þreföldu tvennu er hann skoraði sextán stig, tók þrettán fráköst og gaf sautján stoðsendingar. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 26 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Þetta var tíundi sigur Boston í röð. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 20 stig en Troy Murphy var með tíu stig og tíu fráköst. Cleveland vann New York, 118-82. LeBron James skoraði 21 stig og hvíldi sig svo síðari hluta leiksins. Þetta var fjórtándi sigur liðsins af síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið hefur nú unnið alla tíu leiki sína til þessa á heimavelli sem er félagsmet. LA Lakers vann Philadelphia, 114-102. Kobe Bryant, sem ólst upp í Philadelphia, skoraði 32 stig í leiknum. New Orleans vann Phoenix, 104-91. Chris Paul var með 24 stig og fimmtán fráköst en margir fastamenn voru fjarverandi í liði Phoenix. Atlanta vann Memphis, 105-95. Joe Johnson var með 26 stig og Mike Bibby 20 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Orlando vann Minnesota, 100-89. Dwight Howard var með 23 stig og fjórtán fráköst og Rashard Lewis bætti við 23 stigum fyrir Orlando. Charlotte vann Oklahoma, 103-97. Emeka Okafur var með 25 stig og þrettán fráköst fyrir Charlotte. Portland vann Washington, 98-92, þar sem Brandon Roy fór mikinn á síðustu átta mínútum leiksins er hann skoraði tólf af sínum 22 stigum í leiknum. Portland hefur þar með unnið sex leiki í röð. Houston vann Clippers, 103-96. Yao Ming var með 24 stig fyrir Houston og Rafer Alston setti niður þrjá þrista í leiknum. Milwaukee vann Chicago, 97-90. Charlie Villanueva skoraði 23 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Dan Gudzuric bætti við ellefu stigum og tók fjórtán fráköst.
NBA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira