Hlutabréf hækkað vestanhafs 28. maí 2008 20:35 Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs. Fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með nokkrum samdrætti. Raunin varð hins vegar sú að eftirspurnin dróst saman um aðeins hálft prósent, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins sem birtar voru í dag. Á meðal varanlegra neysluvara eru flugvélar, vélar hvers konar, bílar, ísskápar og tölvur, svo fátt eitt sé nefnt. Á móti talsverðum samdrætti í öðrum liðum jókst eftirspurn eftir raftækjum og heimilistækjum um heil 27,8 prósent. Aukningin hefur aldrei verið jafn mikil á milli mánaða. Að sögn fréttaveitu Associated Press hafa fjárfestar áfram áhyggjur af þróun olíuverðs. Verðið hækkaði lítillega í dag, endaði í 130 dölum á tunnu, eftir þriggja dala lækkun í gær. Hærra verð getur aukið líkurnar á því að neytendur haldi að sér höndum til að hafa efni á því að keyra bíla sína í sumar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,36 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,22 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Bandaríkjunum í dag þrátt fyrir tölur sem sýna að nokkuð dró úr eftirspurn eftir varanlegum varningi vestanhafs á milli mánaða í apríl. Fjárfestar hafa eftir sem áður áhyggjur af þróun hráolíuverðs. Fjármálasérfræðingar höfðu almennt reiknað með nokkrum samdrætti. Raunin varð hins vegar sú að eftirspurnin dróst saman um aðeins hálft prósent, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins sem birtar voru í dag. Á meðal varanlegra neysluvara eru flugvélar, vélar hvers konar, bílar, ísskápar og tölvur, svo fátt eitt sé nefnt. Á móti talsverðum samdrætti í öðrum liðum jókst eftirspurn eftir raftækjum og heimilistækjum um heil 27,8 prósent. Aukningin hefur aldrei verið jafn mikil á milli mánaða. Að sögn fréttaveitu Associated Press hafa fjárfestar áfram áhyggjur af þróun olíuverðs. Verðið hækkaði lítillega í dag, endaði í 130 dölum á tunnu, eftir þriggja dala lækkun í gær. Hærra verð getur aukið líkurnar á því að neytendur haldi að sér höndum til að hafa efni á því að keyra bíla sína í sumar. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,36 prósent en Nasdaq-vísitalan um 0,22 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira