Erlent

Grunaðir um að myrða bankastarfsmann í Norwich

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þremenningar á þrítugsaldri voru handteknir í Norwich á Englandi í gærkvöldi grunaðir um að hafa orðið valdir að dauða hálffimmtugs bankastarfsmanns um helgina.

Bankastarfsmaðurinn kom að mönnunum á laugardagskvöldið þar sem þeir börðu á heimilislausum manni úti á götu. Hann blandaði sér þegar í málið og réðust þremenningarnir, ásamt fjórða manni, þá á hann með þeim afleiðingum að hann lést á sjúkrahúsi á mánudagsmorgun. Dyravörður á nærliggjandi bar var kjálkabrotinn þegar hann kom til aðstoðar. Lögregla yfirheyrir nú hina grunuðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×