Erlent

Tveir fellibylir á leiðinni

Óli Tynes skrifar

Heitur sjór og lágur loftþrýstingur munu valda þrem hitabeltisstormum á Atlantshafi/Karíbahafi í þessum mánuði, að sögn fellibyljarannsóknarstöðvar Háskólans í Kólóradó í Bandaríkjunum.

Tveir þeirra verða að fellibyljum. Fyrrnefnd rannsóknarstofa þykir mjög áreiðanleg í spám sínum, þótt hún sé náttúrlega ekki óskeikul.

Í spánni er ekkert spáð um hvort og þá hvar fellibylirnir muni ganga á land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×