Innlent

Nýr Landspítali kynntur í Ráðhúsinu í dag

Opinn kynningarfundur verður í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 17 í dag á frumáætlunum um byggingu nýs Landspítala.

Þar munu Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Inga Jóna Þórðardóttir, formaður nefndar sem hefur yfirumsjón með byggingu nýja sjúkrahússsin, flytja erindi. Eins og fram kom í gær telur nefndin að best sé að háskólasjúkrahúsið rísi við Hringbraut.

Í Ráðhúsinu verða hengdar upp hugmyndir frá dönsku arkitektastofunni C.F. Möller en ætlunin er að halda hönnunarsamkeppni um útlit spítalahússins og verður forval vegna þess á næstu vikum. Stefnt er að því að kynna vinningstillögu í samkeppninni í nóvember og jafnframt að undirrita samning um hönnun nýja háskólasjúkrahússins.

Þegar endanleg hönnun og útlit liggur fyrir verður hægt að kynna raunhæfa kostnaðaráætlun við bygginguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×