Viðskipti erlent

Formlega gengið frá samruna OMX við NASDAG

Nú hefur formlega verið gengið frá samruna OMX við NASDAG og þar með hefur stærsta kauphallarfyrirtæki í heimi litið dagsins ljós. Hið nýja nafn á fyrirtækinu verður NASDAG OMX Group. Íslenska kauphöllin er hluti af hinu nýja fyrirtæki.

Hluti af sameiningunni felur í sér að NASDAG OMX Group verður skráð fyrir 33,3% hlut í DIFX kauphöllinni í Dubai. Eins og áður hefur komið fram er Borse kauphöllin í Dubai eigandi 19,9% hlutar í NASDAG OMX.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×