Iceland Express deild karla fór af stað í kvöld með þremur leikjum. Óvæntustu úrslitin voru á Selfossi þar sem að FSu vann 25 stiga sigur á Njarðvík, 103-78.
Þá vann Grindavík sigur á Stjörnunni í framlengdum leik, 110-109. Auk þess vann KR fimmtán stiga sigur á ÍR, 94-79.
FSu hafði yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og höfðu strax náð fimmtán stiga forystu í hálfleik, 55-40. Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhluta en FSu gerði svo endanlega út um leikinn í lokaleikhlutanum.
Sævar Sigmundarson var stigahæstur hjá FSu með 29 stig, Tyler Dunway skoraði nítján og Árni Ragnarsson átján auk þess að taka tíu fráköst.
Logi Gunnarsson skoraði nítján stig fyrir Njarðvík og Slobodan Subasic sautján.
Jason Dourisseau var stigahæstur hjá KR gegn ÍR í kvöld en KR-ingar höfðu yfirhöndina allan leikinn. Hann skoraði 26 stig í leiknum og gaf átta stoðsendingar. Jakob Örn Sigurðarson kom næstur með 24 stig.
Sveinbjörn Claessen og Þorsteinn Húnfjörð skoruðu átján stig fyrir ÍR og Hreggviður Magnússon fjórtán.
Óvæntur sigur FSu á Njarðvík
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“
Enski boltinn

„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“
Íslenski boltinn

„Kærkominn sigur eftir þunga daga“
Fótbolti

Óvænt tap Atlético í fyrsta leik
Fótbolti


Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“
Íslenski boltinn