Lögreglan og FME rannsakar sölu Moderna á hlut í Carnegie 4. nóvember 2008 13:42 Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Svíþjóð og fjármálaeftirlit landsins rannsaka nú sölu Moderna Finance á hlut sínum í fjárfestingabankanum Carnegie. Moderna minnkaði hlut sinn úr 17,6% niður í 10,1% tveimur vikum fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs. Uppgjörið olli síðan hruni á hlutabréfum Carnegie er í ljós kom að bankinn þurfti að afskrifa milljarð sænskra kr. á vegna einstaks viðskiptavinar. Moderna er í eigu Milestone á Íslandi. Samkvæmt frétt á vefsíðu Dagens Industri staðfestir Yngve Rydberg hjá efnahagsbrotadeildinni (Ekobrottmyndigheden) að málið sé komið til kasta þeirra sem og fjármálaeftirlitsins. Moderna seldi hlut sinn þann 8. október s.l. en fram kemur í fréttinni að aðstoðarforstjóri Moderna, Anders Fallman á sæti í stjórn Carnegie. Tveimur vikum síðar kom ársfjórðungsuppgjörið sem olli því að hlutabréf í Carangie féllu um tugi prósenta og raunar er bankinn nú í gjörgæslu hjá seðlabanka Svíþjóðar. Falman flokkast sem inniherji í Carnegie og því má hann ekki eiga hlut að kaupum og sölum hlutabréfa þar innan 30 daga framm að því að ársfjórðungsuppgjör er birt opinberlega. Fjármálaeftirlitið í Svíþjóð lítur málið enn alvarlegri augum en fyrrgreind regla segir til um. Linda Hedwall yfirmaður markaðsvaktar eftirlitsins segir í samtali við Dagens Industri að enginn sem búi yfir innherjaupplýsingum eigi að fá að versla með hlutabréf. "Og skiptir ekki máli hvort það er 30 dögum fyrir ársfjórðungsuppgjörið eða tveimur dögum eftir það," segir Hedwall. Eins og fram hefur komið hér á visir.is mun sænska fjármálaeftirlitið ákveða á fundi á mánudag hvort Carnegie verði svipt leyfi sínu til bankastarfsemi. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Svíþjóð og fjármálaeftirlit landsins rannsaka nú sölu Moderna Finance á hlut sínum í fjárfestingabankanum Carnegie. Moderna minnkaði hlut sinn úr 17,6% niður í 10,1% tveimur vikum fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs. Uppgjörið olli síðan hruni á hlutabréfum Carnegie er í ljós kom að bankinn þurfti að afskrifa milljarð sænskra kr. á vegna einstaks viðskiptavinar. Moderna er í eigu Milestone á Íslandi. Samkvæmt frétt á vefsíðu Dagens Industri staðfestir Yngve Rydberg hjá efnahagsbrotadeildinni (Ekobrottmyndigheden) að málið sé komið til kasta þeirra sem og fjármálaeftirlitsins. Moderna seldi hlut sinn þann 8. október s.l. en fram kemur í fréttinni að aðstoðarforstjóri Moderna, Anders Fallman á sæti í stjórn Carnegie. Tveimur vikum síðar kom ársfjórðungsuppgjörið sem olli því að hlutabréf í Carangie féllu um tugi prósenta og raunar er bankinn nú í gjörgæslu hjá seðlabanka Svíþjóðar. Falman flokkast sem inniherji í Carnegie og því má hann ekki eiga hlut að kaupum og sölum hlutabréfa þar innan 30 daga framm að því að ársfjórðungsuppgjör er birt opinberlega. Fjármálaeftirlitið í Svíþjóð lítur málið enn alvarlegri augum en fyrrgreind regla segir til um. Linda Hedwall yfirmaður markaðsvaktar eftirlitsins segir í samtali við Dagens Industri að enginn sem búi yfir innherjaupplýsingum eigi að fá að versla með hlutabréf. "Og skiptir ekki máli hvort það er 30 dögum fyrir ársfjórðungsuppgjörið eða tveimur dögum eftir það," segir Hedwall. Eins og fram hefur komið hér á visir.is mun sænska fjármálaeftirlitið ákveða á fundi á mánudag hvort Carnegie verði svipt leyfi sínu til bankastarfsemi.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira