Viðskipti erlent

Örtröð á lokaútsölum Merlin í Danmörku

Mikil örtröð og langar biðraðir mynduðust við verslanir Merlin i Danmörku í dag þegar hinn nýji eigandi Merlin hélt lokaútsölu í þeim. Enda hægt að gera góð kaup þar sem allt var selt með 25-50% afslætti.

Í verslun Merlin í Bruuns Galleri í Árósum voru nokkur hundruð manns samankomnir er verslunin opnaði. Starfsfólkið greip til þess ráðs að dreifa númerum og hleypa svo fólkinu inn í litlum hollum til að versla.

Í Storcenter Nord var slíkt ekki upp á teningnum. Öllum var hleypt inn í einu og voru allar hillur í þeirri verslun tómar um hálftíma eftir opnunina.

Hinn nýi eigandi Merlin, Elbodan, ætlar að reka verslanirnar undir Merlin-nafninu enn um sinn en síðan verða þær hluti af Expert-verslanakeðjunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×