Viðskipti erlent

Breska ríkið hækkar tryggingu á bankainneignum Breta

Breska ríkið tryggir nú bankainneignir Breta upp að jafnvirði tæplega tíu milljóna króna samkvæmt tilkynningu frá í morgun. Áður ábyrgðist breska ríkið jafnvirði tæplega sjö milljóna króna.

Þetta eru viðbrögð við lögum sem írska ríkið setti í gær og fela í sér ríkisábyrgð á öllum skuldbindingum þarlendra banka næstu tvö árin. Breskir bankar óttast mjög að við þetta flytji Bretar sparifé sitt yfir í útibú írsku bankanna í Bretlandi. Bresk stjórnvöld munu ævareið Írum og telja sérfræðingar aðgerðina stangast á við lög.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×