Viðskipti erlent

Norski seðlabankinn lánar bönkum 1.400 milljarða kr.

Norski seðlabankinn mun í dag veita þarlendum bönkum aðganga að lausafé upp á 71,1 milljarð norskra króna eða sem svarar til tæplega 1.400 milljarða kr. í formi svokallaðra f-lána.

Samkvæmt frásögn um málið á vefsíðunni E24.no var kominn mikill þrýstingu á norska seðlabankann um að auka aðgengi norskra banka að lausafé. "Eftirspurnin eftir slíku hefur verið óvenjumikil að undanförnu," segir Knut Anton Mork aðalhagfræðingur Handelsbanken.

Kyrre Aamdal hagfræðingur hjá DnB Nor segir það gott mál að norski seðlabankinn dæli lausafé í markaðinn og smyrji þannig hjólin undir fjármálamarkaðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×