Erlent

Ermarsundsgöngin opnuð á ný

Lestarsamgöngur um Ermarsundsgöngin milli Frakklands og Bretlands hófust í dag á ný eftir bruna í flutningalest á fimmtudag. Tugir þúsunda manna urðu að hætta við áætlaðar ferðir um göngin á fimmtudag og í gær.

Eurostar, sem rekur farþegalestir Ermarsundsganganna, flytur að jafnaði 40 þúsund manns á dag um göngin. Fyrst um sinn verða um helmingi færri ferðir um göngin en að jafnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×