NBA í nótt: Utah lagði Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2008 09:12 Raja Bell brýtur hér á Paul Millsap, leikmanni Utah. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og allir í Vesturdeildinni. Utah, San Antonio og Houston unnu öll sigra á andstæðingum sínum. Utah vann góðan sigur á Phoenix, 109-97, eftir að hafa hafa verið með þriggja stiga forystu í hálfleik, 57-54. Utah hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann tólf stiga sigur. Mestu munaði um að Utah fór illa með Phoenix í fráköstum, tók alls 47 fráköst gegn 26 hjá Phoenix. Þar af náði hinn tröllvaxni Shaquille O'Neal aðeins einu frákasti í öllum leiknum. Þetta var fyrsti sigur Utah í síðustu fjórum leikjum en liðið er engu að síður í öðru sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigurleiki, rétt eins og Houston og LA Lakers sem hefur að vísu aðeins tapað einum leik. Carlos Boozer og CJ Miles voru stigahæstir með 21 stig hvor en Boozer tók þar að auki fimmtán fráköst. Andrei Kirilenko kom næstur með nítján stig og sjö fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 30 stig og átta fráköst. Matt Barnes kom næstur með nítján stig og Steve Nash fjórtán og átta stoðsendingar. San Antonio vann LA Clippers, 86-83, þar sem Roger Mason tryggði San Antonio sigur með þriggja stiga körfu þegar 8,4 sekúndur voru eftir. Baron Davis hefði getað jafnað metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Bæði Manu Ginobili og Tony Parker eru frá vegna meiðsla og var það því undir öðrum leikmönnum komið að fylla í skarð þeirra. Það gerði Mason sem var þar að auki stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan kom næstur með 20 stig og fimmtán fráköst. Michael Finley skoraði nítján. Hjá Clippers var Cuttino Mobley stigahæstur með átján stig en Chris Kaman kom næstur með sautján stig og þrettán fráköst. Davis var með ellefu stig og átta stoðsendingar. Houston vann Oklahoma City, 100-89, og tapaði síðarnefnda liðið þar með sínum tíunda leik í sínum fyrstu ellefu leikjum í sögu þess. Sigurinn var þó súrsætur þar sem hnémeiðsli Tracy McGrady tóku sig upp í leiknum og þurfti hann að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks. Það hafði þó lítil áhrif á leikinn þar sem sigur Houston var nokkuð öruggur. Luis Scola skoraði 23 stig fyrir Houston og Yao Ming nítján auk þess sem hann tók tólf fráköst. Ron Artest skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma City og Jeff Green sextán. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og allir í Vesturdeildinni. Utah, San Antonio og Houston unnu öll sigra á andstæðingum sínum. Utah vann góðan sigur á Phoenix, 109-97, eftir að hafa hafa verið með þriggja stiga forystu í hálfleik, 57-54. Utah hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann tólf stiga sigur. Mestu munaði um að Utah fór illa með Phoenix í fráköstum, tók alls 47 fráköst gegn 26 hjá Phoenix. Þar af náði hinn tröllvaxni Shaquille O'Neal aðeins einu frákasti í öllum leiknum. Þetta var fyrsti sigur Utah í síðustu fjórum leikjum en liðið er engu að síður í öðru sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigurleiki, rétt eins og Houston og LA Lakers sem hefur að vísu aðeins tapað einum leik. Carlos Boozer og CJ Miles voru stigahæstir með 21 stig hvor en Boozer tók þar að auki fimmtán fráköst. Andrei Kirilenko kom næstur með nítján stig og sjö fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 30 stig og átta fráköst. Matt Barnes kom næstur með nítján stig og Steve Nash fjórtán og átta stoðsendingar. San Antonio vann LA Clippers, 86-83, þar sem Roger Mason tryggði San Antonio sigur með þriggja stiga körfu þegar 8,4 sekúndur voru eftir. Baron Davis hefði getað jafnað metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Bæði Manu Ginobili og Tony Parker eru frá vegna meiðsla og var það því undir öðrum leikmönnum komið að fylla í skarð þeirra. Það gerði Mason sem var þar að auki stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan kom næstur með 20 stig og fimmtán fráköst. Michael Finley skoraði nítján. Hjá Clippers var Cuttino Mobley stigahæstur með átján stig en Chris Kaman kom næstur með sautján stig og þrettán fráköst. Davis var með ellefu stig og átta stoðsendingar. Houston vann Oklahoma City, 100-89, og tapaði síðarnefnda liðið þar með sínum tíunda leik í sínum fyrstu ellefu leikjum í sögu þess. Sigurinn var þó súrsætur þar sem hnémeiðsli Tracy McGrady tóku sig upp í leiknum og þurfti hann að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks. Það hafði þó lítil áhrif á leikinn þar sem sigur Houston var nokkuð öruggur. Luis Scola skoraði 23 stig fyrir Houston og Yao Ming nítján auk þess sem hann tók tólf fráköst. Ron Artest skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma City og Jeff Green sextán.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Sjá meira