Sport

Fyrsti sigur Svía

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Svía á leiknum í dag.
Stuðningsmenn Svía á leiknum í dag. Nordic Photos / AFP
Sænska landsliðið í knattspyrnu kvenna vann í morgun sinn fyrsta sigur á Ólympíuleikunum með 1-0 sigri á Argentínu. Þýskaland og Bandaríkin unni einnig sína leiki.

Nilla Fischer skoraði sigurmark Svía á 57. mínútu en það reyndist vera eina mark leiksins. Svíar töpuðu fyrir Kínverjum í fyrstu umferðinni en Argentína tapaði þá fyrir Kanada. Nú rétt í þessu hófst viðureign Kanada og Kína í E-riðli.

Í F-riðli vann Þýskaland 1-0 sigur á Nígeríu með marki Kerstin Stegemann á 65. mínútu. Þjóðverjar eru nú efstir í riðlinum með fjögur stig en liðið gerði jafntefli við Brasilíu í fyrsta leiknum.

Nígería er stigalaust eftir að hafa tapað fyrir Norður-Kóreu í fyrstu umferðinni. Brasilía og Norður-Kórea eigast við í dag.

Bandaríkin rak af sér slyðruorðið með 1-0 sigri á Japan í morgun. Markið skoraði Carli Lloyd. Bandaríkin tapaði, 2-0, fyrir Noregi í fyrstu umferðinni en Norðmenn mæta Nýja-Sjálandi í dag.

Japan og Nýja-Sjáland gerðu 2-2 jafntefli í fyrstu umferðinni.

Efstu tvö liðin í riðlunum þremur komast áfram í fjórðungsúrslit ásamt þeim tveimur liðum sem ná bestum árangri af þeim sem lenda í þriðja sæti riðlanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×