Viðskipti erlent

Seðlabanki Evrópu dælir enn fleiri milljörðum inn á markaðinn

Seðlabanki Evrópu tilkynnti í morgun að hann myndi setja fram nýja endurfjármögnunaráætlun til að auka lausafé í umferð á fjármálamörkuðum evrusvæðisins.

Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni mun endurfjármögnunin sem bönkum og fjármálastofnunum stendur til boða verða með breytilegum vöxtum og heildarupphæðin mun að hámarki nema samtals tæpum 3000 milljörðum kr.

Í tilkynningu seðlabankans segir að hann geri þetta til að skapa jafnvægi á mörkuðunum þannig að skammtímavextir haldist við 4,25%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×