Erlent

Rússar vopna Indverja

Óli Tynes skrifar
T-90 skriðdreki.
T-90 skriðdreki.

Indverjar ætla að kaupa 347 skriðdreka af gerðinni T-90 af Rússum og smíða sjálfir eittþúsund til viðbótar.

Jafnframt var ákveðið að hraða afhendingu flugmóðurskips sem Indverjar ætla að kaupa af Rússum, afhenda átti skipið árið 2012.

Indverjar ætla einnig að kaupa 126 orrustuþotur en bæði Bandaríkin og Evrópuríki eru að reyna að ná þeim viðskiptum af Rússum.

Langmestur hluti hergagna Indlands er frá Rússlandi og hefur verið svo um áratuga skeið.

Indverjar eru hinsvegar nú farnir að líta til vesturs til vopnakaupa, sem Rússum hugnast lítt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×