Seðlabankar grípa til aðgerða 11. janúar 2008 09:18 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir merki um samdrátt í þarlendu efnahagslífi og boðaði aðgerðir til að sporna gegn því að einkaneysla dragist saman samhliða verðbólguþrýstingi. Mestu munar um aukið atvinnuleysi, sem mældist fimm prósent í enda síðasta árs, samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni. Fjármálasérfræðingar segja mestar líkur á að seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að fimmtíu punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi hans í í enda mánaðar en aðrir telja líklegra að um 25 punkta lækkun verði að ræða. Fjárfestar og aðrir markaðsaðilar þrýstu mjög á seðlabankann að grípa til aðgerða vegna yfirvofandi lausafjárþurrð á fjármálamörkuðum síðasta sumar. Ben Bernanke og aðrir stjórnendur bandaríska seðlabankans, sögðu hins vegar að fremur væri horft til þess að halda verðbólgu niðri en að bjarga fjármálaheiminum úr þeirri klípu sem hann hafi að nokkru leyti á sjálfur sök á. Bankinn greip hins vegar til sinna ráða á haustdögum þegar ljóst var að bandarískir bankar þyrftu að afskrifa hátt í 100 milljarða bandaríkjadala úr bókum sínum vegna vanskila á fasteignalánum til einstaklinga með lélegt greiðsluhæfi og lækkaði stýrivexti um fimmtíu punkta. Þegar afskriftaferlið smitaði út frá sér til fjármálafyrirtækja í öðrum löndum sem höfðu fjárfest í lánavöndlum sem tengdust bandarísku lánunum gripu fleiri seðlabankar til sömu ráða. Kaupþing spáði því í gær að vegna lausafjárþurrðarinnar og væntingar um lægra eignaverð í helstu viðskiptalöndum muni Seðlabanki Íslands bregðast við með sama hætti og hefja stýrivaxtalækkun á fyrsta ársfjórðungi, fyrr en áætlað var. Stýrivextir standa nú í 13,75 prósentum en munu verða um 9,25 prósent í enda árs, að mati Kaupþings. Bandaríski seðlabankinn hefur nú lækkað stýrivexti um eitt prósent og útlit fyrir frekari lækkun á árinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir merki um samdrátt í þarlendu efnahagslífi og boðaði aðgerðir til að sporna gegn því að einkaneysla dragist saman samhliða verðbólguþrýstingi. Mestu munar um aukið atvinnuleysi, sem mældist fimm prósent í enda síðasta árs, samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni. Fjármálasérfræðingar segja mestar líkur á að seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að fimmtíu punkta á næsta vaxtaákvörðunarfundi hans í í enda mánaðar en aðrir telja líklegra að um 25 punkta lækkun verði að ræða. Fjárfestar og aðrir markaðsaðilar þrýstu mjög á seðlabankann að grípa til aðgerða vegna yfirvofandi lausafjárþurrð á fjármálamörkuðum síðasta sumar. Ben Bernanke og aðrir stjórnendur bandaríska seðlabankans, sögðu hins vegar að fremur væri horft til þess að halda verðbólgu niðri en að bjarga fjármálaheiminum úr þeirri klípu sem hann hafi að nokkru leyti á sjálfur sök á. Bankinn greip hins vegar til sinna ráða á haustdögum þegar ljóst var að bandarískir bankar þyrftu að afskrifa hátt í 100 milljarða bandaríkjadala úr bókum sínum vegna vanskila á fasteignalánum til einstaklinga með lélegt greiðsluhæfi og lækkaði stýrivexti um fimmtíu punkta. Þegar afskriftaferlið smitaði út frá sér til fjármálafyrirtækja í öðrum löndum sem höfðu fjárfest í lánavöndlum sem tengdust bandarísku lánunum gripu fleiri seðlabankar til sömu ráða. Kaupþing spáði því í gær að vegna lausafjárþurrðarinnar og væntingar um lægra eignaverð í helstu viðskiptalöndum muni Seðlabanki Íslands bregðast við með sama hætti og hefja stýrivaxtalækkun á fyrsta ársfjórðungi, fyrr en áætlað var. Stýrivextir standa nú í 13,75 prósentum en munu verða um 9,25 prósent í enda árs, að mati Kaupþings. Bandaríski seðlabankinn hefur nú lækkað stýrivexti um eitt prósent og útlit fyrir frekari lækkun á árinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira