Gengi Lehmans Brothers hrundi um 40 prósent 9. september 2008 20:33 Fyrir utan höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York í Bandaríkjunum. Næstum því helmingurinn af markaðsverðmæti bankans gufaði upp í dag. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Lehman Brothers, fjórða umsvifamesta fjárfestingabanka Bandaríkjanna hrundi um 45 prósent á hlutabréfamarkaði í dag og dró markaðinn með sér í fallinu vestanhafs. Fjárfestar óttast nú að bankinn geti orðið gjaldþrota en hann leitar nú logandi ljósi að kaupanda að eignum sínum. Orðrómur fór á kreik um hugsanlegt andlát Lehman Brothers um það leyti sem fjárfestingabankinn J.P. Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu fjárfestingabankanum Bear Stearns frá sömu örlögum á vordögum. Síðustu daga hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna Lehmans og kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Þær viðræður hafa nú runnið út í sandinn og leitar bankinn nú leiða til að bæta eiginfjárstöðu sína með sölu eigna, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Associated Press-fréttastofan bætir því við að þrengingar bankans hafi vakið ugg í röðum fjárfesta og telji þeir fjármálageirann enn standa á brauðfótum þrátt fyrir að fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi nú bakland hjá bandaríska ríkinu. Gengi hlutabréfa í bankanum snerti methæðir 14. nóvember síðastliðinn þegar það fór í 67,73 dali á hlut. Miðað við þróun hlutabréfaverðs í bankanum í dag nemur fallið 87 prósentum frá hæsta gildi. Fallið smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði og skýrir að nokkru leyti fall Úrvalsvísitölunnar hér. Hún féll um 2,47 prósent auk þess sem gengi krónunnar veiktist um 1,7 prósent. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,43 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,64 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Lehman Brothers, fjórða umsvifamesta fjárfestingabanka Bandaríkjanna hrundi um 45 prósent á hlutabréfamarkaði í dag og dró markaðinn með sér í fallinu vestanhafs. Fjárfestar óttast nú að bankinn geti orðið gjaldþrota en hann leitar nú logandi ljósi að kaupanda að eignum sínum. Orðrómur fór á kreik um hugsanlegt andlát Lehman Brothers um það leyti sem fjárfestingabankinn J.P. Morgan og bandaríski seðlabankinn forðuðu fjárfestingabankanum Bear Stearns frá sömu örlögum á vordögum. Síðustu daga hafa átt sér stað viðræður á milli forráðamanna Lehmans og kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Þær viðræður hafa nú runnið út í sandinn og leitar bankinn nú leiða til að bæta eiginfjárstöðu sína með sölu eigna, samkvæmt erlendum fjölmiðlum. Associated Press-fréttastofan bætir því við að þrengingar bankans hafi vakið ugg í röðum fjárfesta og telji þeir fjármálageirann enn standa á brauðfótum þrátt fyrir að fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac eigi nú bakland hjá bandaríska ríkinu. Gengi hlutabréfa í bankanum snerti methæðir 14. nóvember síðastliðinn þegar það fór í 67,73 dali á hlut. Miðað við þróun hlutabréfaverðs í bankanum í dag nemur fallið 87 prósentum frá hæsta gildi. Fallið smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði og skýrir að nokkru leyti fall Úrvalsvísitölunnar hér. Hún féll um 2,47 prósent auk þess sem gengi krónunnar veiktist um 1,7 prósent. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 2,43 prósent og Nasdaq-vísitalan um 2,64 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent