Viðskipti innlent

Kaupþing lækkar vexti

Vextir Kaupþings lækka á mánudaginn.
Vextir Kaupþings lækka á mánudaginn.

"Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu," segir Benedikt Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Kaupþings sem mun lækka vexti á húsnæðislánum um 0,35% á mánudaginn.

Í fréttatilkynningu frá Kaupþingi kemur fram að útboð á skuldabréfum til fjagfárfesta vegna fjármögnunar á nýjum íbúðalánum hafi gengið vel. Tilboðum hafi verið tekið fyrir 4,8 milljarða í tveimur skuldabréfaflokkum.

"Meðalávöxtunarkrafa samþykktra tilboða, í þeim flokki sem íbúðalán bankans byggjast á, var 5,17%. Að teknu tilliti til vaxtaálags bankans verða vextir á nýjum íbúðalánum lækkaðir um 0,35% og verða lægstu vextir bankans á nýjum íbúðalánum 6,05%. Breytingin tekur gildi mánudaginn 30. júní," segir í tilkynningunni.

Benedikt segist sáttur við þessa niðurstöðu þó hann vildi ekki gefa út hvort hann væri bjartsýnn á áframhaldandi vaxtalækkanir. "Það borgar sig aldrei að segja of mikið," sagði hann.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×