Samdrætti spáð í Bretlandi 2. september 2008 14:52 Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Miklar líkur eru á samdráttarskeiði í Bretlandi á þessu ári. Þetta kemur fram í hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). OECD spáir því að draga muni úr hagvexti í Bretlandi um 0,3 prósent á þriðja fjórðungi ársins og um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi. Til samanburðar stóð hagvöxtur í stað í öðrum fjórðungi. Þetta er svartsýnni spá en fram kom í hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þar var reiknað með 1,2 prósenta hagvexti á öllu þessu ári. Það er heilum 0,6 prósentustigum minna en fyrri spá hljóðaði upp á tveimur mánuðum fyrr.Hagspáin hefur þrýst gengi breska pundsins neðar en það var í gær en það hefur ekki verið lægra gagnvart evru í tvö ár. Alastair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við breska dagblaðið Guardian um helgina, að þær aðstæður sem breskt efnahagslíf stæði frammi fyrir nú væru þær vandasömustu sem efnahagslífið stæði frammi fyrir í sextíu ár. Vísaði hann þar til olíuverðshækkana síðasta ár og lánsfjárkreppunnar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Miklar líkur eru á samdráttarskeiði í Bretlandi á þessu ári. Þetta kemur fram í hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). OECD spáir því að draga muni úr hagvexti í Bretlandi um 0,3 prósent á þriðja fjórðungi ársins og um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi. Til samanburðar stóð hagvöxtur í stað í öðrum fjórðungi. Þetta er svartsýnni spá en fram kom í hagspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í síðasta mánuði, að sögn breska ríkisútvarpsins. Þar var reiknað með 1,2 prósenta hagvexti á öllu þessu ári. Það er heilum 0,6 prósentustigum minna en fyrri spá hljóðaði upp á tveimur mánuðum fyrr.Hagspáin hefur þrýst gengi breska pundsins neðar en það var í gær en það hefur ekki verið lægra gagnvart evru í tvö ár. Alastair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við breska dagblaðið Guardian um helgina, að þær aðstæður sem breskt efnahagslíf stæði frammi fyrir nú væru þær vandasömustu sem efnahagslífið stæði frammi fyrir í sextíu ár. Vísaði hann þar til olíuverðshækkana síðasta ár og lánsfjárkreppunnar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira