Viðskipti erlent

Góð aukning á farþegafjöldanum hjá Finnair

Finnair náði góðum árangri á síðasta ári hvað varðar fjölgun farþega. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu jókst farþegafjöldinn um 5,3% á árinu.

FL Group er annar strærsti hluthafi Finnair með 12,7% eignarhlut.

Alls flutti Finnair 8,6 milljónir farþega á síðasta ári og nýtingin á farþegaplássi í vélum félagsins nam 75,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×