Viðskipti erlent

Stofnandi Starbucks tekur við stjórninni

Howard Schultz stofnandi kaffihúsakeðjunnar Starbucks hefur ákveðið að setjast aftur við stjórnvölinn í fyrirtækinu sem aðalforstjóri. Sá sem gengdi starfinu áður var rekinn eftir mjög slæmt ár í fyrra.

Hlutabréf í Starbuck féllu um 50% á ssíðasta ári og nú liggur fyrir að skera þarf niður í rekstrinum og loka þeim kaffihúsum sem ekki bera sig. Það er einkum mikil samkeppni frá McDonalds og Dunkin Donuts sem veldur þessum hremmingum hjá Starbucks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×