NBA: New Orlenas vann San Antonio Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2008 11:35 Ofurhuginn Super Hugo stekkur í gegnum eldhring í leik New Orleans og Detroit í nótt. Atriðið mistókst og tafði það leikinn um 20 mínútur. Nordic Photos / Getty Images Fyrstu leikirnir í annarri umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni fóru fram í gær. New Orleans vann San Antonio og Detroit vann Orlando. Aðeins einn leikur er eftir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það er oddaleikur Boston og Atlanta. Sá leikur hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni útsendingu á NBA TV. Það voru liðin á heimavelli sem unnu leiki sína í nótt en margir telja að rimma New Orleans og San Antonio verði sú áhugaverðasta í annarri umferð.New Orleans vann San Antonio, 101-82, þar sem öflugur varnarleikur heimamanna varð til þess að Tim Duncan skoraði einungis fimm stig í leiknum. David West fór á kostum á leiknum og skoraði 30 stig en Chris Paul var einnig öflugur sem fyrr og var með sautján stig og þrettán stoðsendingar. San Antonio var ellefu stigum yfir seint í fyrri hálfleik en heimamenn mættu mjög grimmmir til hálfleiks í þeim síðari og kláruðu leikinn. Duncan hitti úr aðeins einu af níu skotum sínum utan af velli í leiknum og tók einungis þrjú fráköst. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio með 23 stig. En þó vakti eflaust mesta athygli er að leikurinn tafðist um 20 mínútur eftir fyrsta leikhluta er atriði með lukkudýri Hornets fór úrskeðis. Lukkudýrið átti að stökkva í gegnum eldhring en það fór á versta veg og þurfti að nota slökkvitæki á vellinum. Það tók þennan tíma að þrífa völlinn.Detroit vann Orlando, 91-72, þar sem fyrrnefnda liðið tók öll völd í þriðja leikhluta og kláraði svo leikinn af miklu öryggi í þeim fjórða. Chauncey Billups skoraði nítján stig fyrir Detroit og Richard Hamilton sautján. Rashard Lewis og Hedu Turkoglu skoruðu átján stig hver fyrir Orlando. Dwight Howard var með tólf stig og átta fráköst. Leikur númer tvö í báðum rimmum fer fram annað kvöld. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Fyrstu leikirnir í annarri umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni fóru fram í gær. New Orleans vann San Antonio og Detroit vann Orlando. Aðeins einn leikur er eftir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en það er oddaleikur Boston og Atlanta. Sá leikur hefst klukkan 17.00 í dag og verður í beinni útsendingu á NBA TV. Það voru liðin á heimavelli sem unnu leiki sína í nótt en margir telja að rimma New Orleans og San Antonio verði sú áhugaverðasta í annarri umferð.New Orleans vann San Antonio, 101-82, þar sem öflugur varnarleikur heimamanna varð til þess að Tim Duncan skoraði einungis fimm stig í leiknum. David West fór á kostum á leiknum og skoraði 30 stig en Chris Paul var einnig öflugur sem fyrr og var með sautján stig og þrettán stoðsendingar. San Antonio var ellefu stigum yfir seint í fyrri hálfleik en heimamenn mættu mjög grimmmir til hálfleiks í þeim síðari og kláruðu leikinn. Duncan hitti úr aðeins einu af níu skotum sínum utan af velli í leiknum og tók einungis þrjú fráköst. Tony Parker var stigahæstur hjá San Antonio með 23 stig. En þó vakti eflaust mesta athygli er að leikurinn tafðist um 20 mínútur eftir fyrsta leikhluta er atriði með lukkudýri Hornets fór úrskeðis. Lukkudýrið átti að stökkva í gegnum eldhring en það fór á versta veg og þurfti að nota slökkvitæki á vellinum. Það tók þennan tíma að þrífa völlinn.Detroit vann Orlando, 91-72, þar sem fyrrnefnda liðið tók öll völd í þriðja leikhluta og kláraði svo leikinn af miklu öryggi í þeim fjórða. Chauncey Billups skoraði nítján stig fyrir Detroit og Richard Hamilton sautján. Rashard Lewis og Hedu Turkoglu skoruðu átján stig hver fyrir Orlando. Dwight Howard var með tólf stig og átta fráköst. Leikur númer tvö í báðum rimmum fer fram annað kvöld.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira