Viðskipti innlent

Bauhaus frestar opnun hér á landi

Verslun Bauhaus við Vesturlandsveg
Verslun Bauhaus við Vesturlandsveg

Poul Steffensen talsmaður byggingarvörurisans Bauhaus segir að í ljósi efnahagsaðstæðna hér á landi hafi fyrirtækið tekið ákvörðun um að fresta opnun verslunar fyrirtækisins hér á landi. Hann segir frekari frétta að vænta um málið á næstu dögum.

Félagið hyggst opna 22 þúsund fermetra verslun við Vesturlandsveg um áramótin næstu. Fyrirhugað er að yfir 150 manns myndu starfa í versluninni.

Halldór Óskar Sigurðsson framkvæmdarstjóri Bauhaus á Íslandi segir í samtali við Vísi að ekki sé vitað hvenær eigi að opna verslunina. Þetta verði endurskoðað þegar um hægist. Það sé þó fjarri lagi að verið sé að hætta við opnunina hér á landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×