Viðskipti erlent

Kaupþingstap Tchenguiz talið nema um 180 milljörðum kr.

Tap fasteignamógúlsins og stjórnarmannsins í Exista, Robert Tchenguiz , vegna Kaupþings er nú metið á einn milljarð punda eða sem svarar til um 180 milljörðum kr..

Í umfjöllun um málið á Timesonline í morgun segir að Tchenguiz sé einn þeirra sem tók mikið af lánum hjá Kaupþingi vegna kaupa á fasteignum og fyrirtækjum. Kaupþing var svo aftur með veð í þessum eignum og hefur innkallað þau veð.

Þessar skuldir Tchenguiz vegna skráðra félaga á markaðinum í London eru metnar á um 700 milljónir punda en um 300 milljónir eru vegna óskráðra félaga og eigna.

"Þetta hlýtur að þýða að leiknum sé lokið hjá Robbie," segir einn bankamaður í samtali við Times.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×