Við getum þetta Stefán Ólafsson skrifar 11. október 2008 05:00 Þegar hamfarir ganga yfir er mikilvægt að skilja þá möguleika sem eru fyrir hendi. Grundvöllur samfélagsins á Íslandi mun standa áfram þótt fjármálayfirbyggingin sé hrunin og dragi annað með sér í fallinu. Sá grundvöllur er sterkur. Ég vil benda á nokkur atriði sem sýna að við eigum vel að geta staðið þetta af okkur og risið upp á ný. Hagsæld Íslendinga var góð áður en nýfrjálshyggjan og einkabankarnir komu til valda. Íslendingar höfðu um langt árabil verið í hópi tíu til tólf ríkustu þjóða heims og erlendar skuldir voru hóflegar. Frá 1960 til 1980 var hagvöxtur t.d. mun meiri en verið hefur eftir 1995. Það er því alrangt þegar fullyrt er að hagsældin á síðustu árum hafi verið meiri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Kaupmáttaraukning almennings var einnig mun meiri 1960 til 1980 en á tímabilinu 1995 til 2005. Mikið fé var vissulega í umferð og neyslukapphlaupið gríðarlegt á síðustu árum, en það hvíldi á skuldasöfnun. Þetta sýnir að hagsæld þjóðarinnar var orðin traust áður en nýfrjálshyggjan og einkabankarnir leiddu okkur í núverandi stöðu. Eftir fyrirliggjandi hreingerningu mun vinnusöm þjóðin hafa möguleika til nýrrar sóknar, en á traustari grunni. Annað sem sýnir að við getum staðið þetta af okkur er það að á 20. öldinni urðu Íslendingar oft fyrir stórum efnahagsáföllum sem leiddu til mikilla tímabundinna kjaraskerðinga. Hrun síldarstofnsins skók t.d. efnahagslegar undirstöður hagkerfisins á árunum 1968 til 1970. Gengisfall varð mikið, kaupmáttarskerðing sömuleiðis og aukið atvinnuleysi. Nokkur brottflutningur varð en síðan reis þjóðin fljótt til nýrrar sóknar. Fleiri slík áfallatímabil má nefna, svo sem árin 1983-4 þegar byrði vegna húsnæðisskulda keyrði um þverbak. Í kreppu verður velferðarkerfið enn mikilvægara en áður. Þannig þarf Íbúðalánasjóður að verða mörgum til bjargar á næstu misserum. Almannatryggingar munu þurfa að bæta lífeyrisþegum tapaðan lífeyri frá lífeyrissjóðunum að hluta og verja sérstaklega þá sem minnst hafa. Stjórnvöld þurfa því að hafa velferðarmál í forgangi. Það mun milda þrengingarnar sem nú leggjast á þjóðina. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar hamfarir ganga yfir er mikilvægt að skilja þá möguleika sem eru fyrir hendi. Grundvöllur samfélagsins á Íslandi mun standa áfram þótt fjármálayfirbyggingin sé hrunin og dragi annað með sér í fallinu. Sá grundvöllur er sterkur. Ég vil benda á nokkur atriði sem sýna að við eigum vel að geta staðið þetta af okkur og risið upp á ný. Hagsæld Íslendinga var góð áður en nýfrjálshyggjan og einkabankarnir komu til valda. Íslendingar höfðu um langt árabil verið í hópi tíu til tólf ríkustu þjóða heims og erlendar skuldir voru hóflegar. Frá 1960 til 1980 var hagvöxtur t.d. mun meiri en verið hefur eftir 1995. Það er því alrangt þegar fullyrt er að hagsældin á síðustu árum hafi verið meiri en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar. Kaupmáttaraukning almennings var einnig mun meiri 1960 til 1980 en á tímabilinu 1995 til 2005. Mikið fé var vissulega í umferð og neyslukapphlaupið gríðarlegt á síðustu árum, en það hvíldi á skuldasöfnun. Þetta sýnir að hagsæld þjóðarinnar var orðin traust áður en nýfrjálshyggjan og einkabankarnir leiddu okkur í núverandi stöðu. Eftir fyrirliggjandi hreingerningu mun vinnusöm þjóðin hafa möguleika til nýrrar sóknar, en á traustari grunni. Annað sem sýnir að við getum staðið þetta af okkur er það að á 20. öldinni urðu Íslendingar oft fyrir stórum efnahagsáföllum sem leiddu til mikilla tímabundinna kjaraskerðinga. Hrun síldarstofnsins skók t.d. efnahagslegar undirstöður hagkerfisins á árunum 1968 til 1970. Gengisfall varð mikið, kaupmáttarskerðing sömuleiðis og aukið atvinnuleysi. Nokkur brottflutningur varð en síðan reis þjóðin fljótt til nýrrar sóknar. Fleiri slík áfallatímabil má nefna, svo sem árin 1983-4 þegar byrði vegna húsnæðisskulda keyrði um þverbak. Í kreppu verður velferðarkerfið enn mikilvægara en áður. Þannig þarf Íbúðalánasjóður að verða mörgum til bjargar á næstu misserum. Almannatryggingar munu þurfa að bæta lífeyrisþegum tapaðan lífeyri frá lífeyrissjóðunum að hluta og verja sérstaklega þá sem minnst hafa. Stjórnvöld þurfa því að hafa velferðarmál í forgangi. Það mun milda þrengingarnar sem nú leggjast á þjóðina. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar