Viðskipti erlent

Woolworths tilkynnir lokaútsölu, uppsagnir starfsfólks framundan

Verslunarkeðjan Woolworths hefur tilkynnt að lokaútsala keðjunnar hefjist í dag þar sem ekkert hefur gengið við að fá nýja eigendur að keðjunni. Jafnframt liggur fyrir að uppsagnir á tæplega 30.000 starfsmönnum keðjunnar eru framundan.

Baugur á hlut í Woolworths í gengum fjárfestingafélagið Unity. Önnu verlsunarkeðja Iceland, sem er að stórum hluta í eigu Baugs, íhugar að festa kaup á einhverjum af verslunum Woolworths.

Deloitte sem annast rekstur Woolworths er enn að reyna að finna kaupendur að keðjunni að því er fram kemur í blaðinu Financial Times. Þeir segja að ef enginn kaupandi finnist á næstunni verði öllum verslunum keðjunnar lokað fyrir áramót.

Woolworths rekur nú yfir 800 verslanir á Bretlandseyjum og fyrir utan Iceland hafa fleiri verslunarfyrirtæki sýnt því áhuga að kaupa eitthvað af þeim. Samkvæmt Financial Times lítur út fyrir að einhver hundruð þeirra muni seljast.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×