Innlent

Enn lokað um Reynisfjall og Mýrdal vegna stórhríðar

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Stöð 2

 

 

Vegurinn um Reynisfjall og Mýrdal er enn lokaður vegna veðurs og

stórhríðar.

Í tilkynninngu frá Vegagerðinni er segir enn fremur að hálkublettir og skafrenningur séu enn á Reykjanesbraut og hálka og skafrenningur á Grindarvíkurvegi. Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, Sandskeiði og í Þrengslum og á Suðurlandi er hálka og skafrenningur á flestum leiðum þó er snjóþekja á stöku stað.

Á Vesturlandi eru hálkublettir, hálka og éljagangur. Hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Hálka og éljagangur er á Fróðárheiði. Þæfingsfær á Útnesvegi.

Á Vestfjörðum er hálka í Ísafjarðardjúpi. Þæfingur er á Steingrímsfjarðarheiði en gera má ráð fyrir að færð þyngist eftir að

þjónustu lýkur. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hálka og skafrenningur. Á Klettshálsi er þæfingur og skafrenningur.

Á Norður- og Norðausturlandi er hálka og hálkublettir á flestum leiðum, þó

er snjóþekja á útvegum. Á Austurlandi eru hálkublettir á Fagradal, hálka á Fjarðarheiði, Oddskarði og á Möðrudalsöræfum, annars snjóþekja og hálkublettir og flestum leiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×