Seðlabankarnir eru kjölfestan 23. janúar 2008 09:39 Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir fjármálamarkaði víða um heim ganga í þessar mundir í gegnum harkalega leiðréttingu. Hann segir hræringarnar undanfarið minna fólk á að efnahagsástand í einu landi geti haft áhrif í öðru. Trichet fundaði í dag með efnahags- og fjárlaganefnd Evrópusambandsins en þar var lausafjárkreppa fjármálafyrirtækja og fall á hlutabréfamörkuðum umræðuefnið, að því er Thomson Financial-fréttaveitan hermir. Trichet sagði ennfremur, að það væri hlutverk seðlabanka heimsins að halda fast í verðbólgumarkmið sín og koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Ekki mætti missa sjónar á því: „Seðlabankar eiga ætíð, ekki síst á erfiðum tímum, að vera kjölfestan og koma í veg fyrir að óróleikinn verði meiri en hann er," sagði hann. Bandaríski seðlabankinn lækkaði stýri- og daglánavexti óvænt um 75 punkta í gær til að sporna gegn miklu falli á hlutabréfamörkuðum og verjast efnahagskreppu þar í landi. Vangaveltur voru um það í evrópskum fjölmiðlum í dag, hvort Trichet grípi til sömu ráða í dag eða síðar í vikunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir fjármálamarkaði víða um heim ganga í þessar mundir í gegnum harkalega leiðréttingu. Hann segir hræringarnar undanfarið minna fólk á að efnahagsástand í einu landi geti haft áhrif í öðru. Trichet fundaði í dag með efnahags- og fjárlaganefnd Evrópusambandsins en þar var lausafjárkreppa fjármálafyrirtækja og fall á hlutabréfamörkuðum umræðuefnið, að því er Thomson Financial-fréttaveitan hermir. Trichet sagði ennfremur, að það væri hlutverk seðlabanka heimsins að halda fast í verðbólgumarkmið sín og koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Ekki mætti missa sjónar á því: „Seðlabankar eiga ætíð, ekki síst á erfiðum tímum, að vera kjölfestan og koma í veg fyrir að óróleikinn verði meiri en hann er," sagði hann. Bandaríski seðlabankinn lækkaði stýri- og daglánavexti óvænt um 75 punkta í gær til að sporna gegn miklu falli á hlutabréfamörkuðum og verjast efnahagskreppu þar í landi. Vangaveltur voru um það í evrópskum fjölmiðlum í dag, hvort Trichet grípi til sömu ráða í dag eða síðar í vikunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira