Dregur úr verðbólgu innan Evrópusambandsins 29. ágúst 2008 10:05 Ólíklegt þykir að Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans, lækki stýrivexti á árinu þrátt fyrir að draga sé úr verðbólgu. Mynd/AFP Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins eru svartsýni um horfur í efnahagsmálum en í júlí, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er verri niðurstaða en hagfræðingar höfðu reiknað með í könnun Bloomberg-fréttastofunnar. Þrátt fyrir þetta dró úr verðbólgu sem hefur ekki verið meiri í sextán ár upp á síðkastið. Hún lækkaði um 0,2 prósent á milli mánaða og endaði í 3,8 prósentum. Það er í samræmi við spár enda olíuverð, sem hefur haldið verðbólgutölunum uppi í sumar, lækkað um 20 prósent frá hæsta lokaverði í júlí. Mjög dró úr verðbólgu í Þýskalandi, Spáni og í Belgíu. Miklu munar um verðbólgutölurnar í Þýskalandi enda er það stærsta hagkerfið innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Væntingarvísitalan lækkaði úr 89,5 stigum í síðasta mánuði í 88,8 stig nú. Tuttugu og sex hagfræðingar sem þátt tóku í könnun Bloomberg spáðu því hins vegar að vísitalan myndi enda nær 89,3 stigum. Bloomberg hefur engu að síður eftir þátttakendum að þótt draga sé úr verðbólgu muni hún haldast við þessi gildi út árið og því sé ólíklegt að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni þar sem verðbólga er enn talsvert yfir verðbólgumarkmiðum bankans. Stýrivextir á evrusvæðinu standa nú í 4,25 prósentum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íbúar í aðildarríkjum Evrópusambandsins eru svartsýni um horfur í efnahagsmálum en í júlí, samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Þetta er verri niðurstaða en hagfræðingar höfðu reiknað með í könnun Bloomberg-fréttastofunnar. Þrátt fyrir þetta dró úr verðbólgu sem hefur ekki verið meiri í sextán ár upp á síðkastið. Hún lækkaði um 0,2 prósent á milli mánaða og endaði í 3,8 prósentum. Það er í samræmi við spár enda olíuverð, sem hefur haldið verðbólgutölunum uppi í sumar, lækkað um 20 prósent frá hæsta lokaverði í júlí. Mjög dró úr verðbólgu í Þýskalandi, Spáni og í Belgíu. Miklu munar um verðbólgutölurnar í Þýskalandi enda er það stærsta hagkerfið innan aðildarríkja Evrópusambandsins. Væntingarvísitalan lækkaði úr 89,5 stigum í síðasta mánuði í 88,8 stig nú. Tuttugu og sex hagfræðingar sem þátt tóku í könnun Bloomberg spáðu því hins vegar að vísitalan myndi enda nær 89,3 stigum. Bloomberg hefur engu að síður eftir þátttakendum að þótt draga sé úr verðbólgu muni hún haldast við þessi gildi út árið og því sé ólíklegt að evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti á næstunni þar sem verðbólga er enn talsvert yfir verðbólgumarkmiðum bankans. Stýrivextir á evrusvæðinu standa nú í 4,25 prósentum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira