Erlent

Samið um 19 gísla

Óli Tynes skrifar
Frá Kaíró.
Frá Kaíró.

Egyptar eiga nú í samningaviðræðum við glæpamenn sem rændu nítján manns þar í landi í síðustu viku og fluttu yfir landamærin til Súdans.

Ellefu vestrænir ferðamenn eru meðal gíslanna, fimm Þjóðverjar, fimm Ítalir og einn Rúmeni. Hinir eru Egyptar.

Mannræningjarnir eru sagðir hafa krafist hundruða milljóna króna í lausnargjald. Þýska ríkisstjórnin er einnig komin að málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×