Erlent

Telja hótanir Norður-Kóreu blekkingar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Notaðar plútóníumstengur í kælingu í Yongbyon.
Notaðar plútóníumstengur í kælingu í Yongbyon. MYND/AP

Greiningaraðilar í Bandaríkjunum telja að Norður-Kóreumenn séu að seilast eftir aukinni orku- og efnahagsaðstoð frá Vesturlöndum með því að rjúfa innsigli á kjarnorkuverinu í Yongbyon og búa sig undir að endurræsa þar kjarnaofn.

Talið er að Norður-Kóreustjórn sjái í hendi sér að hún geti grætt meiri fjárhæðir en sem nemur umsaminni aðstoð Vesturlanda með því að láta viðsemjendur sína draga sig að samningaborðinu í krafti hótana um kjarnorkuframleiðslu. Með öðrum orðum sé um sýndarmennsku að ræða til að komast ofar í forgangsröðina í Washington.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×