Erlent

Fjárbeiðni konungsfjölskyldunnar hafnað

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Elísabet drottning.
Elísabet drottning. MYND/Reuters

Breska ríkisstjórnin hefur hafnað beiðni konungsfjölskyldunnar um milljóna punda aukafjárveitingu til að standa straum af rekstri fasteigna fjölskyldunnar.

Fjárveitingavaldið hefur bent á að þegar sé halli sem nemur rúmlega milljarði króna á rekstri hinna eðalbornu og nú verði hreinlega að herða sultarólina og spara. Heimildarmaður í Buckingham-höll sagði dagblaðinu Telegraph að fjárhaldsmenn konungsfjölskyldunnar hefðu eytt heilmiklu púðri í að rökstyðja fjárþörf sína en óttast væri að þeir töluðu fyrir daufum eyrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×