Erlent

Danir hækka útsvar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Útsvar í Danmörku mun hækka um sem nemur rúmum 2,4 milljörðum króna á næsta ári.

Hækkunin nær til 12 af 98 dönskum sveitarfélögum og er að mestu leyti til komin vegna ýmiss konar framkvæmda við opinberar byggingar og er þar bæði um að ræða nýsmíði og viðhald. Ríkisstjórn Danmerkur hefur hvatt sveitarfélögin til að gæta eins mikils hófs og unnt er við hækkanirnar og draga úr skattpíningu borgaranna eftir föngum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×