Erlent

Fá bætur fyrir spilakassatekjutap

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Rauði kross Noregs og björgunarsveitir landsins fá samanlagt sem nemur rúmlega fimm og hálfum milljarði króna í bætur á þessu ári og næsta fyrir tekjur sem þessir aðilar verða af þegar gömlu spilakassarnir sem hafa verið tekjulind þeirra um árabil hverfa af sjónarsviðinu.

Í fyrra var tekin ákvörðun um að banna slíka spilakassa vegna þess stóra vandamáls sem spilafíkn er orðin í Noregi. Ýmis önnur samtök hafa lýst óánægju sinni með að nú njóti Rauði krossinn og björgunarsveitirnar ríkisstyrkja en áður hafi þesir aðilar auðgast á spilafíkn almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×