Erlent

Bann við bandarískum teiknimyndum vofir yfir Rússum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Television Stills

Rússar ætla að banna teiknimyndaþættina Simpsons, South Park og Family Guy. Telja þingmenn þættina hafa óæskileg áhrif á æsku landsins og stendur nú til að svipta viðkomandi sjónvarpsstöð útsendingartíðninni og úthluta annarri stöð en sú sendir út sjónvarpsefni sem innprentar börnum ættjarðarást og þjóðrækni, að sögn æskulýðsnefndar þingsins.

Háværar gagnrýnisraddir saka þingið um ritskoðun og öfgar en er svarað fullum hálsi með því að boðskapur vestrænu teiknimyndanna hvetji til uppreisna og ýti undir hatur á trúarbrögðum en sjónvarpsstöðin sætir einmitt opinberri rannsókn um þessar mundir fyrir að senda út South Park-þátt sem talinn er vega mjög að trúarbrögðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×