Erlent

Palin til í stríð við Rússa ef þeir ráðast á Georgíu

Sarah Palin, varaforsetaefni Repúblíkanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember, styður aðild Georgíu og Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu þrátt fyrir harða andstöðu Rússa.

Þetta kom fram í viðtali ABC sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku sem sýnt var í gærkvöldi. Þetta er fyrsta viðtalið sem Palin veitir frá því hún tók við útnefningu flokksins. Hún sagði koma til greina að fara í stríð við Rússa ef þeir ráðast inn í Georgíu fái landið aðild að NATO enda sé ætlast til að bandalagsríkin aðstoði hvert annað sé ráðist á þau.

Palin gerði lítið úr þeirri gagnrýni að hún hafi of litla reynslu til að taka við embætti varaforseta. Hún sagðist tilbúin til starfa.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×