Stórtap hjá AMR 17. apríl 2008 09:54 Við eitt innritunarborða AMR. Mynd/AFP Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi flugrekstrarsamsteypunnar en hefur nú selt öll bréf sín. Stjórnendur FL Group unnu að því hörðum höndum að hagræða í rekstri félagsins, svo sem með því að þrýsta á um að AMR seldi vildarþjónustu sína. Tap AMR nemur 1,32 dölum á hlut samanborið við 30 senta hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er verri afkoma en spáð hafði verið en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,27 dala tap á hlut. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir stjórnendur AMR nú ætla að draga saman seglin í kjölfar tapsins, sem er að mestu tilkomið vegna hás olíuverðs. Ætli það nú að selja American Beacon Advisors, ráðgjafa- og fjárfestingaarm sinn auk þess að leita annarra hagræðingarleiða. Gengi hlutabréfa AMR hækkaði um 4,1 prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og stóð í 8,92 dölum á hlut í enda dags. Gengið fór hæst í rúma 40 dali á hlut um miðjan janúar í fyrra. FL Group greindi frá því í desembermánuði, nokkrum vikum fyrr, að það væri komið með stóra stöðu í félaginu. Það bætti verulega við sig eftir því sem á leið og sat á um níu prósentum áður en harðna tók í dalnum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríska flugrekstrarsamstæðan AMR, móðurfélag American Airlines, eins stærsta flugfélags í heimi, tapaði 328 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 24 milljörðum íslenskra króna og er mesta tap félagsins í rúm tvö ár. FL Group var um tíma í fyrra stærsti hluthafi flugrekstrarsamsteypunnar en hefur nú selt öll bréf sín. Stjórnendur FL Group unnu að því hörðum höndum að hagræða í rekstri félagsins, svo sem með því að þrýsta á um að AMR seldi vildarþjónustu sína. Tap AMR nemur 1,32 dölum á hlut samanborið við 30 senta hagnað á sama tíma í fyrra. Þetta er verri afkoma en spáð hafði verið en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 1,27 dala tap á hlut. Bandaríska fréttaveitan Bloomberg segir stjórnendur AMR nú ætla að draga saman seglin í kjölfar tapsins, sem er að mestu tilkomið vegna hás olíuverðs. Ætli það nú að selja American Beacon Advisors, ráðgjafa- og fjárfestingaarm sinn auk þess að leita annarra hagræðingarleiða. Gengi hlutabréfa AMR hækkaði um 4,1 prósent á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær og stóð í 8,92 dölum á hlut í enda dags. Gengið fór hæst í rúma 40 dali á hlut um miðjan janúar í fyrra. FL Group greindi frá því í desembermánuði, nokkrum vikum fyrr, að það væri komið með stóra stöðu í félaginu. Það bætti verulega við sig eftir því sem á leið og sat á um níu prósentum áður en harðna tók í dalnum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira