Financial Times veltir fyrir sér ábyrgð íslenska ríkisins gagnvart Icesave 7. október 2008 21:42 Breskir fjölmiðlar fylgjast grannt með ástandinu á Íslandi. Menn eru aðallega að velta fyrir sér stöðunni sem komin er upp með Icesave netbanka Landsbankans í Bretlandi. Financial Times veltir fyrir sér hversu vel tryggðar innistæður viðskiptavina bankans eru í nokkuð ítarlegri grein. Þar er því velt fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld standi undir því að tryggja innistæður breskra sparifjáreigenda Icesave. „Þetta er ekki á hreinu Fjármálaeftirlitið á Íslandi hefur nú um 88 milljón pund til umráða. Ef Landsbankinn lýsir sig gjaldþrota, þyrfti hann að greiða 300.000 viðskiptavinum 16.214 pund hverjum, um 4,86 billjón pund," segir á vef Financial Times. Þar segir ennfremur að þetta hljómi sem hróplegt ósamræmi en fjármálaeftirlitið á Íslandi þyrfti að fara til Seðlabankans eftir frekari fé. „Hvort það sé fært um að tryggja alla upphæðina er ekki vitað á þessari stundu." Vangaveltur Financial Times eru í samræmi við frétt Stöðvar 2 af málinu í kvöld. Þar sagði Áslaug Árnadóttir formaður tryggingasjóðsins sem tryggir innistæður sparifjáreigenda að þau hafi ekki upplýsingar um hve uppæðirnar séu miklar. Þær komi ekki í ljós fyrr en Fjármálaeftirlitið lýsi bankann gjaldþrota. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Breskir fjölmiðlar fylgjast grannt með ástandinu á Íslandi. Menn eru aðallega að velta fyrir sér stöðunni sem komin er upp með Icesave netbanka Landsbankans í Bretlandi. Financial Times veltir fyrir sér hversu vel tryggðar innistæður viðskiptavina bankans eru í nokkuð ítarlegri grein. Þar er því velt fyrir sér hvort íslensk stjórnvöld standi undir því að tryggja innistæður breskra sparifjáreigenda Icesave. „Þetta er ekki á hreinu Fjármálaeftirlitið á Íslandi hefur nú um 88 milljón pund til umráða. Ef Landsbankinn lýsir sig gjaldþrota, þyrfti hann að greiða 300.000 viðskiptavinum 16.214 pund hverjum, um 4,86 billjón pund," segir á vef Financial Times. Þar segir ennfremur að þetta hljómi sem hróplegt ósamræmi en fjármálaeftirlitið á Íslandi þyrfti að fara til Seðlabankans eftir frekari fé. „Hvort það sé fært um að tryggja alla upphæðina er ekki vitað á þessari stundu." Vangaveltur Financial Times eru í samræmi við frétt Stöðvar 2 af málinu í kvöld. Þar sagði Áslaug Árnadóttir formaður tryggingasjóðsins sem tryggir innistæður sparifjáreigenda að þau hafi ekki upplýsingar um hve uppæðirnar séu miklar. Þær komi ekki í ljós fyrr en Fjármálaeftirlitið lýsi bankann gjaldþrota.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Innflytjendur krefjast skýrari íslenskustefnu Kynningar Alhliða lausnir í upplýsingatækni Kynningar Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vísindamenn í fiskvinnslu þróa heilsuvörur úr roði og beinum Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira