Skoðun

Vilt þú hafa fiðrildaáhrif?

Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar

Það var að næturlagi sem árásarmennirnir komu. Ég var sofandi og ein í húsinu. Þeir voru fimm. Þeir réðust inn og rifu mig úr fötunum. Þeir stungu mig með sveðju í höfuðið og ofarlega í handleggina á meðan þeir héldu höfðinu á mér aftur. Ég öskraði allan tímann á meðan þeir nauðguðu mér – allir fimm, hver á eftir öðrum. Á meðan einn nauðgaði mér sagði annar: taktu hann út svo ég geti tekið hana! Þeir börðu með spýtu í hendina á mér sem er núna stórskemmd. Sársaukinn var skelfilegur. Þegar þeir fóru skreið ég út úr húsinu. Þeir kveiktu í húsum í þorpinu og svo kveiktu þeir í mínu. Nauðgunin orsakaði að ég rifnaði illa, fékk svæsna ígerð og lyktin af mér var hræðileg.“

Svona hljómar frásögn Kibakuli, sem er 70 ára kongósk kona frá Kanya Batundu í norðaustur Lýðveldinu Kongó. Reynsla hennar er því miður dæmigerð fyrir stúlkur og konur þar í landi, en segja má að þar sé líkami kvenna sá vígvöllur sem barist er á. Fiðrildasöfnunin er umfangsmesta fjáröflun sem UNIFEM á Íslandi hefur skipulagt en hún er í þágu kvenna og stúlkna á stríðshrjáðum svæðum í Líberíu, Kongó og Súdan.

Konurnar sjálfar skilgreina þörfina

@Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Stærstur hluti fórnarlamba í stríði í dag eru óbreyttir borgarar, aðallega konur og börn. Þó svo að friður hafi komist á í Líberíu árið 2003 og lýðræðislegar kosningar farið fram, þá er kynbundið ofbeldi ennþá algengasti glæpurinn í landinu. Í Súdan verða konur og stúlkur fyrir gríðarlegu kynferðisofbeldi, bæði á „gleymdum” stríðssvæðum í suðri sem og í Darfúr héraði, þar sem þjóðernishreinsanir eiga sér stað. Konurnar í Kongó, Líberíu og Súdan upplifa stríðsástand hvort sem átök eigi sér stað milli stríðandi fylkinga sem stendur eða ekki, því enn fara blóðugir bardagar fram á líkömum þeirra.

Það fjármagn sem safnast í Fiðrildavikunni rennur í Styrktarsjóð UNIFEM til afnáms ofbeldis gegn konum og þaðan til kvenna og stúlkna í Súdan, Líberíu og Kongó. Styrktarsjóðurinn starfar samkvæmt þeirri hugmyndafræði að finna lausn við því sem konurnar sjálfar skilgreina sem vandamál – því þær þekkja sín samfélög best. Þess vegna svarar Styrktarsjóðurinn þörf kvenna, en ákveður ekki fyrir þær hver verkefnin eigi að vera.

Mikill skortur á fjármagni @Megin-Ol umraedugr 8,3p 1.m :Styrktarsjóðurinn er eini sjóður sinnar tegundar í heiminum og byggist á frjálsum framlögum. Úthlutað er úr sjóðnum í kringum 25. nóvember ár hvert en þá er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundu o



Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×