Hlutabréf Lehman enn í frjálsu falli 11. september 2008 13:13 Höfuðstöðvar Lehman Brothers í New York. Mynd/AP Hlutabréf í Lehman Brothers, fjórða stærsta fjárfestingarbanka bandaríkjanna, hafa verið í frjálsu falli í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Bréf félagsins féllu um 40 prósent fyrir opnun. Undanfarna daga hafa bréf í Lehman fallið mikið eftir að ljóst varð að viðræður stjórnenda fyrirtækisins við Þróunarbanka Kóreu um kaup á hlut í við Lehman hefðu siglt í strand. Lehman hefur fallið um nærri 57 prósent síðan á mánudag, en síðan síðasta sumar hafa um 90 prósent markaðsvirðis Lehman þurrkast út. Undanfarnar vikur hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki um að Lehman rambi á barmi gjaldþrots, og verðfall síðustu daga bendir eindregið til þess að markaðir telji líkur á gjaldþroti hafa snaraukist. Þá hefur skuldtryggingarálag Leham rokið upp, úr um 250-300 í sumar í um 550 í gær. Í gær sendi bankinn frá sér afkomuviðvörun vegna þriðja ársfjórðungs, en samkvæmt henni tapaði bankinn 3,9 milljörðum dollara á fjórðungnum, sem er versta afkoma í 158 ára sögu fyrirtækisins. Tap Lehman var mun meira en greiningardeildir höfðu gert ráð fyrir, en búist var við 2,2 milljarða dollara tapi. Lehman var mjög áberandi í viðskiptum með fasteignatryggð skuldabréf og skuldvafninga sem byggðust á ýmsum gerðum jaðar- og undirmálslána. Bent hefur verið á að hærra hlutfall eiginfjár Lehman sé bundið í slíkum bréfum, sem nú eru nánast óseljanleg og verðlaus, en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch undanskildum. Eina von bankans er nú að selja eignastýringarsvið sitt, en greiningardeildir telja það eina hluta bankans sem hefur nokkuð verðmæti. Samkvæmt áætlunum er verðmæti eignastýringarsviðsins sé jafn mikið, eða meira, en alls bankans samanlagt. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hlutabréf í Lehman Brothers, fjórða stærsta fjárfestingarbanka bandaríkjanna, hafa verið í frjálsu falli í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Bréf félagsins féllu um 40 prósent fyrir opnun. Undanfarna daga hafa bréf í Lehman fallið mikið eftir að ljóst varð að viðræður stjórnenda fyrirtækisins við Þróunarbanka Kóreu um kaup á hlut í við Lehman hefðu siglt í strand. Lehman hefur fallið um nærri 57 prósent síðan á mánudag, en síðan síðasta sumar hafa um 90 prósent markaðsvirðis Lehman þurrkast út. Undanfarnar vikur hefur þrálátur orðrómur verið á kreiki um að Lehman rambi á barmi gjaldþrots, og verðfall síðustu daga bendir eindregið til þess að markaðir telji líkur á gjaldþroti hafa snaraukist. Þá hefur skuldtryggingarálag Leham rokið upp, úr um 250-300 í sumar í um 550 í gær. Í gær sendi bankinn frá sér afkomuviðvörun vegna þriðja ársfjórðungs, en samkvæmt henni tapaði bankinn 3,9 milljörðum dollara á fjórðungnum, sem er versta afkoma í 158 ára sögu fyrirtækisins. Tap Lehman var mun meira en greiningardeildir höfðu gert ráð fyrir, en búist var við 2,2 milljarða dollara tapi. Lehman var mjög áberandi í viðskiptum með fasteignatryggð skuldabréf og skuldvafninga sem byggðust á ýmsum gerðum jaðar- og undirmálslána. Bent hefur verið á að hærra hlutfall eiginfjár Lehman sé bundið í slíkum bréfum, sem nú eru nánast óseljanleg og verðlaus, en nokkurs annars fjárfestingarbanka, að Merrill Lynch undanskildum. Eina von bankans er nú að selja eignastýringarsvið sitt, en greiningardeildir telja það eina hluta bankans sem hefur nokkuð verðmæti. Samkvæmt áætlunum er verðmæti eignastýringarsviðsins sé jafn mikið, eða meira, en alls bankans samanlagt.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent