Góður Guðni Sigmar B. Hauksson skrifar 15. janúar 2008 00:01 Við áramót tíðkast að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Árið 2007 rann upp fyrir mér að ég hef verið flokksbundinn Framsóknarmaður í 40 ár. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ spyr skáldið. Því miður á það ekki við okkur, Framsóknarmenn, því í síðustu kosningum upplifðum við mestu niðurlægingu í 90 ára sögu flokksins. Flokkurinn hefur nánast ekkert fylgi í þéttbýli eða á þeim svæðum þar sem um 70% þjóðarinnar búa. Við töldum jafnan að Framsóknarflokkurinn hefði um 20% kjörfylgi að jafnaði. Það er greinilega ekki svo lengur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég las bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Guðni af lífi og sál, og óska ég þeim félögum til hamingju með gott verk. Bókin er afar vel skrifuð. Persóna Guðna kemur vel fram og ljóðskáldið Sigmundur Ernir hefur djúpa tilfinningu og skilning á manninum Guðna. Að mínu mati er fyrri hluti bókarinnar bestur, þar sem Guðni lýsir æsku sinni og fyrstu árum sínum í stjórnmálum. Guðni ber öllum vel söguna og sleppur meira að segja Halldór Ásgrímsson fyrir horn. Eftir lestur bókarinnar rann það upp fyrir mér að það var miður að Guðni Ágústsson hefði ekki haft tök á því að stunda langskólanám, því Guðni er góðum gáfum gæddur. Í bók þeirra félaga fjallar Guðni ekkert um erfiðleika Framsóknarflokksins eða hvað þurfi að gera til að byggja flokkinn aftur upp. Líklegast er það skiljanlegt, mögulega gerir Guðni það síðar, í öðru bindi æviminninga sinna. Um áramót tíðkast einnig að hugsa fram á veginn um komandi tíma. Eftir 40 ára starf innan Framsóknarflokksins tel ég mig búa yfir talsverðri reynslu. Þess vegna tel ég mig megnugan þess að veita Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, eftirfarandi ábendingu: Ef þú ert sammála skoðunum Bjarna Harðarsonar alþingismanns, og ef þær eru ný stefna flokksforystunnar, eru engar líkur á að Framsóknarflokkurinn muni ná neinni fótfestu hér í Reykjavík eða í þéttbýlinu þar sem um 70% þjóðarinnar býr. Höfundur er framsóknarmaður til 40 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Við áramót tíðkast að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Árið 2007 rann upp fyrir mér að ég hef verið flokksbundinn Framsóknarmaður í 40 ár. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ spyr skáldið. Því miður á það ekki við okkur, Framsóknarmenn, því í síðustu kosningum upplifðum við mestu niðurlægingu í 90 ára sögu flokksins. Flokkurinn hefur nánast ekkert fylgi í þéttbýli eða á þeim svæðum þar sem um 70% þjóðarinnar búa. Við töldum jafnan að Framsóknarflokkurinn hefði um 20% kjörfylgi að jafnaði. Það er greinilega ekki svo lengur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég las bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Guðni af lífi og sál, og óska ég þeim félögum til hamingju með gott verk. Bókin er afar vel skrifuð. Persóna Guðna kemur vel fram og ljóðskáldið Sigmundur Ernir hefur djúpa tilfinningu og skilning á manninum Guðna. Að mínu mati er fyrri hluti bókarinnar bestur, þar sem Guðni lýsir æsku sinni og fyrstu árum sínum í stjórnmálum. Guðni ber öllum vel söguna og sleppur meira að segja Halldór Ásgrímsson fyrir horn. Eftir lestur bókarinnar rann það upp fyrir mér að það var miður að Guðni Ágústsson hefði ekki haft tök á því að stunda langskólanám, því Guðni er góðum gáfum gæddur. Í bók þeirra félaga fjallar Guðni ekkert um erfiðleika Framsóknarflokksins eða hvað þurfi að gera til að byggja flokkinn aftur upp. Líklegast er það skiljanlegt, mögulega gerir Guðni það síðar, í öðru bindi æviminninga sinna. Um áramót tíðkast einnig að hugsa fram á veginn um komandi tíma. Eftir 40 ára starf innan Framsóknarflokksins tel ég mig búa yfir talsverðri reynslu. Þess vegna tel ég mig megnugan þess að veita Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, eftirfarandi ábendingu: Ef þú ert sammála skoðunum Bjarna Harðarsonar alþingismanns, og ef þær eru ný stefna flokksforystunnar, eru engar líkur á að Framsóknarflokkurinn muni ná neinni fótfestu hér í Reykjavík eða í þéttbýlinu þar sem um 70% þjóðarinnar býr. Höfundur er framsóknarmaður til 40 ára.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar