Góður Guðni Sigmar B. Hauksson skrifar 15. janúar 2008 00:01 Við áramót tíðkast að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Árið 2007 rann upp fyrir mér að ég hef verið flokksbundinn Framsóknarmaður í 40 ár. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ spyr skáldið. Því miður á það ekki við okkur, Framsóknarmenn, því í síðustu kosningum upplifðum við mestu niðurlægingu í 90 ára sögu flokksins. Flokkurinn hefur nánast ekkert fylgi í þéttbýli eða á þeim svæðum þar sem um 70% þjóðarinnar búa. Við töldum jafnan að Framsóknarflokkurinn hefði um 20% kjörfylgi að jafnaði. Það er greinilega ekki svo lengur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég las bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Guðni af lífi og sál, og óska ég þeim félögum til hamingju með gott verk. Bókin er afar vel skrifuð. Persóna Guðna kemur vel fram og ljóðskáldið Sigmundur Ernir hefur djúpa tilfinningu og skilning á manninum Guðna. Að mínu mati er fyrri hluti bókarinnar bestur, þar sem Guðni lýsir æsku sinni og fyrstu árum sínum í stjórnmálum. Guðni ber öllum vel söguna og sleppur meira að segja Halldór Ásgrímsson fyrir horn. Eftir lestur bókarinnar rann það upp fyrir mér að það var miður að Guðni Ágústsson hefði ekki haft tök á því að stunda langskólanám, því Guðni er góðum gáfum gæddur. Í bók þeirra félaga fjallar Guðni ekkert um erfiðleika Framsóknarflokksins eða hvað þurfi að gera til að byggja flokkinn aftur upp. Líklegast er það skiljanlegt, mögulega gerir Guðni það síðar, í öðru bindi æviminninga sinna. Um áramót tíðkast einnig að hugsa fram á veginn um komandi tíma. Eftir 40 ára starf innan Framsóknarflokksins tel ég mig búa yfir talsverðri reynslu. Þess vegna tel ég mig megnugan þess að veita Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, eftirfarandi ábendingu: Ef þú ert sammála skoðunum Bjarna Harðarsonar alþingismanns, og ef þær eru ný stefna flokksforystunnar, eru engar líkur á að Framsóknarflokkurinn muni ná neinni fótfestu hér í Reykjavík eða í þéttbýlinu þar sem um 70% þjóðarinnar býr. Höfundur er framsóknarmaður til 40 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við áramót tíðkast að líta um öxl og horfa yfir farinn veg. Árið 2007 rann upp fyrir mér að ég hef verið flokksbundinn Framsóknarmaður í 40 ár. „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ spyr skáldið. Því miður á það ekki við okkur, Framsóknarmenn, því í síðustu kosningum upplifðum við mestu niðurlægingu í 90 ára sögu flokksins. Flokkurinn hefur nánast ekkert fylgi í þéttbýli eða á þeim svæðum þar sem um 70% þjóðarinnar búa. Við töldum jafnan að Framsóknarflokkurinn hefði um 20% kjörfylgi að jafnaði. Það er greinilega ekki svo lengur. Það var því með talsverðri eftirvæntingu sem ég las bók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Guðni af lífi og sál, og óska ég þeim félögum til hamingju með gott verk. Bókin er afar vel skrifuð. Persóna Guðna kemur vel fram og ljóðskáldið Sigmundur Ernir hefur djúpa tilfinningu og skilning á manninum Guðna. Að mínu mati er fyrri hluti bókarinnar bestur, þar sem Guðni lýsir æsku sinni og fyrstu árum sínum í stjórnmálum. Guðni ber öllum vel söguna og sleppur meira að segja Halldór Ásgrímsson fyrir horn. Eftir lestur bókarinnar rann það upp fyrir mér að það var miður að Guðni Ágústsson hefði ekki haft tök á því að stunda langskólanám, því Guðni er góðum gáfum gæddur. Í bók þeirra félaga fjallar Guðni ekkert um erfiðleika Framsóknarflokksins eða hvað þurfi að gera til að byggja flokkinn aftur upp. Líklegast er það skiljanlegt, mögulega gerir Guðni það síðar, í öðru bindi æviminninga sinna. Um áramót tíðkast einnig að hugsa fram á veginn um komandi tíma. Eftir 40 ára starf innan Framsóknarflokksins tel ég mig búa yfir talsverðri reynslu. Þess vegna tel ég mig megnugan þess að veita Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins, eftirfarandi ábendingu: Ef þú ert sammála skoðunum Bjarna Harðarsonar alþingismanns, og ef þær eru ný stefna flokksforystunnar, eru engar líkur á að Framsóknarflokkurinn muni ná neinni fótfestu hér í Reykjavík eða í þéttbýlinu þar sem um 70% þjóðarinnar býr. Höfundur er framsóknarmaður til 40 ára.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar